Hönnunarlausnir-d line design
 
Leit

d line design

d line design

 

d line er leiðandi Danskt vörumerki á sviði hönnunar, sem stofnað var árið 1971. d line leggur mikið upp úr því að hanna fallegar, en jafn framt hágæða lausnir fyrir heimilið. d line vinnur í samstarfi við hina ýmsu arkítekta að lausnum fyrir þarfir arkítekta, með það að markmiði að hver lausn sé í senn falleg, með fullkomna virkni og vel smíðuð. 

 

Eitt af samstörfum d line var með honum Arne Jacobsen, sem hefur aldeilis sett svip sinn á danska hönnun og var um tíma einn færasti arkítekt og hönnuður Danmerkur. Eitt af eftirminnilegustu hönnunum hans var þegar hann hannaði hvern krók og kima fyrir opnun SAS Royal Hótelsins í Kaupmannahöfn, sem nú þekkist sem Radisson Blu Royal Hótel. Þar hannaði hann meðal annars klassísk og elegant hurðarhandföng í samstarfi við d line, sem hönnuð eru með lag lófans í huga, ásamt læsingum með lag þumalputtans í huga. Vegna þessa, eru bæði hurðarhandföngin og læsingarnar einstaklega þægileg viðkomu. Þú getur séð úrvalið með því að smella hér. 

Arne Jacobsen hurðarhandfang

AJ Hurðarhandfang 

 

Pebble línan frá d line var hönnuð af Bjarke Ingels Group sem er þekkt um allan heim fyrir nýstárlega, sjálfbæra og fagurfræðilega nálgun í allri sinni hönnun. Í þeirri línu getur þú fengið allt fyrir baðherbergið, og ekki skemmir það fyrir að það er allt í stíl. Þú getur séð úrvalið með því að smella hér. 

 

d line snaga sett  

d line snaga sett 

 

Þetta er auðvitað bara brot af úrvalinu, en þið getið séð allar vörur frá d line með því að smella hér. 

 

Segðu okkur hvað þér finnst
Blogg skjalasafn
Filters
Sort
display