Hönnunarlausnir-Geyser Free Standing
 
Leit

Geyser Free Standing by Cosmic

Geyser Free Standing by Cosmic

Cosmic var stofnað árið 1985 af fjölskyldu í Barcelona, með það að markmiði að hanna og framleiða hágæða vörur fyrir baðherbergið. Þar að auki vildu þau að vörurnar þeirra hefðu eiginleika sem vöktu athygli og þekktust ekki á markaðnum sem fyrir var. Í gegnum árin hefur fyrirtækið Cosmic  haldið áfram að vaxa og dafna, en drifkrafturinn og metnaðurinn hefur haldist sá sami: Að framleiða nýstárlegar hönnunarvörur fyrir baðherbergið með einstökum smáatriðum. 

 

Geyser by cosmic

Stílhreinn spegill & sápudiskur  

 

Geyser vörulínan frá Cosmic var hönnuð af Daniel Vila og Ester Pujol, sem hafa meðal annars hlotið verðlaun frá “Spanish Association of Industrial Design (Medalla ADI)” árið 2000. Vörulínan samanstendur af hlutum fyrir baðherbergið sem hannaðir eru með mjúkum línum, sem þau segja að eigi að “flæða um baðherbergið eins og vatn”. Í línunni er meðal annars að finna spegil, sápudisk, snaga, stand undir klósettbursta, klósettrúlluhaldara og stól, svo eitthvað sé nefnt. 

 

Svartur & mattur snagi

 

Með því að smella hér getur þú séð vörulínuna í heild sinni. 

 

Fallegur stóll úr sömu línu

 

 

 

 

Skoða vörulínu

 

 

Segðu okkur hvað þér finnst
Filters
Sort
display