Hönnunarlausnir-Icelandic Home Interior: Ráð nr. 1
 
Leit

Icelandic Home Interior: Ráð nr. 1

Icelandic Home Interior: Ráð nr. 1

 

Við hjá Hönnunarlausnum vorum svo lukkuleg að fá að kynnast Guðbjörgu, sem heldur úti Instagram reikningnum Icelandichomeinterior. Við fengum að heyra hvernig og hvers vegna sá reikningur varð til, en fylgjendum reikningsins hafa fjölgað ört síðustu mánuðum og eru í dag yfir 17 þúsund. Þú getur smellt hér til að heyra hvernig hún byrjaði ferðalagið sem varð að þessum flotta miðli.   Við fengum hana til að gefa okkur ráð sem henni þykir mikilvægt að hafa í huga þegar kemur að innanhúshönnun, en hún hefur brennandi áhuga á þeim efnum. Við ætlum að byrja á að fara yfir fyrsta ráðið sem hún gaf okkur, en í næstkomandi bloggum förum við yfir öll hennar ráð.

 

1. Vertu óhrædd/ur við að búa til þinn persónulega stíl. 

 

“Það er ótrúlega mikið af straumum og stefnum í innanhúshönnun, og það eru ekkert allur stíll fyrir alla. Þannig finndu það sem hentar þér og það sem þér þykir fallegt og búðu til þinn eigin stíl. Það tekur tíma, enda margt fallegt til og svo koma sífellt nýjar og nýjar stefnur, en búðu til svona sirka þinn stíl, haltu þig við það og taktu svo bara inn nýtt og nýtt”

 

Við þökkum Guðbjörgu kærlega fyrir gott ráð, og mælum með að þið skoðið myndbandið í heild sinni hér að neðan eða skoðir Instagram vegginn hennnar með því að smella hér. 

 

 

Segðu okkur hvað þér finnst
Blogg skjalasafn
Filters
Sort
display