Hönnunarlausnir-Icelandic Home Interior: Ráð nr. 2
 
Leit

Icelandic Home Interior: Ráð nr. 2

Icelandic Home Interior: Ráð nr. 2

 

Við hjá Hönnunarlausnum vorum svo lukkuleg að fá að kynnast Guðbjörgu, sem heldur úti Instagram reikningnum Icelandichomeinterior

 

Í síðaðsta bloggi kynntum við fyrsta ráðið sem Guðbjörg gaf okkur varðandi innanhúshönnun, en í dag ætlum við að skoða ráð númer tvö. 

 

2. Less is more

 

“Mitt motto er svolítið less is more, og það felst í því að vera þá frekar með færri hluti heldur en fleiri og leyfa þá hlutunum að njóta sín. Og ekki kannski vera þá með of mikið af hlutum inn á heimilinu. En á móti kemur er ég þá bara duglegri að breyta, t.d. breyta uppröðun á hlutum og þess háttar. Mér finnst persónulega að maður þurfi ekki að eiga ótrúlega mikið af hlutum, maður þarf frekar þá bara að hagræða þeim og breyta um uppsetningu.”

 

Við erum hjartanlega sammála henni og mælum með því að þú skoðir myndbandið í heild sinni hér fyrir neðan eða kíkir á veginn hjá Icelandichomeinterior með því að smella hér.  

 

Segðu okkur hvað þér finnst
Blogg skjalasafn
Filters
Sort
display