Hönnunarlausnir-Icelandic Home Interior: Ráð nr. 3
 
Leit

Icelandic Home Interior: Ráð nr. 3

Icelandic Home Interior: Ráð nr. 3

 

Við hjá Hönnunarlausnum vorum svo lukkuleg að fá að kynnast Guðbjörgu, sem heldur úti Instagram reikningnum Icelandichomeinterior

 

Guðbjörg deildi með okkur hvað henni þykir mikilvægt að huga að þegar kemur að fallegu heimili. Í síðustu tveimur bloggum höfum við farið yfir fyrstu tvö ráðin frá Guðbjörgu, og er því nú  komið að því þriðja!

 

3. Hluturinn sem setur tóninn í íbúðinni

 

“Mér finnst ótrúlega gaman að sjá þegar maður kemur inn í íbúð hjá einhverjum, eða hús, að það er einhver svona hlutur sem grípur mann strax þegar maður kemur inn í rýmið. Hann (hluturinn) svona stelur athyglinni. Það líka skapar svo mikinn persónuleika í íbúðinni. Þetta þarf ekki að vera stór hlutur eða einhver hönnun, þetta er bara einhver hlutur sem er persónuleikinn í íbúðinni.” 

 

Við mælum með því að þú horfir á myndbandið í heild sinni hér að neðan og skoðir Instagram vegginn hjá Icelandichomeinterior með því að smella hér

 

Segðu okkur hvað þér finnst
Filters
Sort
display