Hönnunarlausnir-Icelandic Home Interior: Ráð nr. 4
 
Leit

Icelandic Home Interior: Ráð nr. 4

Icelandic Home Interior: Ráð nr. 4

 

Við hjá Hönnunarlausnum vorum svo lukkuleg að fá að kynnast Guðbjörgu, sem heldur úti Instagram reikningnum Icelandichomeinterior

 

Guðbjörg deildi með okkur hvað henni þykir mikilvægt að huga að þegar kemur að fallegu heimili. Í síðustu þremur bloggum höfum við farið yfir fyrstu þrjú ráðin frá Guðbjörgu, og er því nú komið að því fjórða og jafnframt síðasta ráðinu!

 

4. Tengdu rýmið saman

 

“Mér finnst mjög mikilvægt að hafa í huga, þegar þú ert að skapa góða stemningu í rými, að tengja rýmið saman. Það getur verið motta á gólfið, það getur verið planta eða plöntur, myndaveggur eða listaverk. Eða jafnvel bara fallegt veggfóður eða fallegir litir á veggnum. Þú vilt tengja rýmið allt saman. Tengja húsgögnin. Það myndar þessa góðu stemningu. Og það er það sem þú ert að leitast að, að þetta smelli, þú vilt að þetta smelli.”

 

Við þökkum Gubjörgu kærlega fyrir spjallið og öll skemmtilegu ráðin. Þú getur horft á myndbandið í heild seinn hér fyrir neðan eða kíkt á vegg Icelandichomeinterior með því að smella hér.

 

Segðu okkur hvað þér finnst
Filters
Sort
display