Hönnunarlausnir-Icelandic Home Interior
 
Leit

Icelandic Home Interior

Icelandic Home Interior

 

Við hjá Hönnunarlausnum vorum svo lukkuleg að fá að kynnast Guðbjörgu, sem heldur úti Instagram reikningnum Icelandichomeinterior. Við fengum að heyra hvernig og hvers vegna sá reikningur varð til, en fylgjendum reikningsins hafa fjölgað ört síðustu mánuðum og eru í dag yfir 17 þúsund.

 

“Ég hef alltaf haft mjög mikinn áhuga á hönnun og þegar ég flutti inn í mína fyrstu íbúð þá byrjaði ég að taka myndir bara sem áhugamál af minni íbúð og pósta á minn eigin reikning. Hægt og rólega byrjaði fylgjendahópurinn að stækka og varð bara töluvert stór. Þegar ég síðan eignast barnið mitt þá finnst mér hópurinn orðinn of stór til að deila svona persónulegum myndum, þannig ég ákvað að breyta yfir í Icelandic Home Interior og deila þar myndum af mínu heimili eins og öðrum íslenskum heimilum. Þannig þá jókst bæði fylgjendahópurinn töluvert og eins fjölbreytileikinn á Instagramminu mínu. 

 

Ég hef fengið mjög góðar undirtektir og ég sé bara fram á að ég sé að fara að halda þessu áfram. Þetta er bara ótrúlega skemmtilegt.”  

 

Við þökkum Guðbjörgu fyrir spjallið og mælum með því að fylgja fallega reikningnum sem hún heldur úti með því að smella hér

 

 

Segðu okkur hvað þér finnst
Filters
Sort
display