Hönnunarlausnir-LAMPE GRAS by Bernard-Albin Gras
 
Leit

LAMPE GRAS by Bernard-Albin Gras

LAMPE GRAS by Bernard-Albin Gras

Árið 1921 hannaði Bernard-Albin Gras vörulínuna LAMPE GRAS, sem saman stendur af stílhreinum og fáguðum lömpum sem voru upprunalega hugsaðir fyrir skrifstofurými og iðnaðarhúsnæði. Lamparnir vöktu athygli fyrir stílhreinan glæsileika og urðu síðar þekktir fyrir að prýða hvert rými.

 

Árið 2008 hóf framleiðslufyrirtækið DWC éditions framleiðslu á lömpunum, en DWC er franskt framleiðslufyrirtæki sem stofnað var árið 2008 af þeim Philippe Cazer og Frédéric Wrinkler. DCW éditions hefur ástríðu fyrir því að framleiða klassísk húsgögn og ljós sem standast tímans tönn og geta ferðast kynslóða á milli. Þar að auki leggja þeir áherslu á að allt sem þeir framleiða eigi þrjá hluti sameiginlega: góð hugmynd, góð hönnun og góð framkvæmd. 

 

N°210

 

Glöggir sjá að þeirra allra fyrsta framleiðsla var vörulínan LAMPE GRAS, og er það ekki að ástæðulausu. Í vörulínunni má finna gólflampa, vegglampa, borðlampa og loftlampa sem setja punktinn yfir i-ið í hverju rými. Við erum stolt af því að bjóða upp á breitt úrval úr LAMPE GRAS vörulínunni, en vörurnar getið þið séð með því að smella hér.

 

N°230

 

N°317

 

 

N°302

 

Segðu okkur hvað þér finnst
Blogg skjalasafn
Filters
Sort
display