Hönnunarlausnir-Opnaðu fyrir hönnun á heimilið
 
Leit

Opnaðu fyrir hönnun á heimilið

Randi hurðarhúnarnir eru margverðlaunaðir fyrir nýsköpun, stílhreina hönnun og gæði. Hönnunin byggir á gömlum grunni, en Randi var stofnað í Danmörku árið 1878. Fjölmargar þekktar hönnunarstofur hafa komið að hönnun hurðarhúnanna, meðal annars AART designers, Friis & Moltke og C.F. Møller.  

 

Margar áferðir í boði af Randi Komé hurðarhandföngum. Þess má geta að í nýja Landsbankahúsinu við Austurbakka er að finna Randi Komé hurðarhandföng.

 

Skoðaðu úrvalið í vefverslun honnunarlausnir.is

 

 

Þarftu nýjan litatón? Þú getur valið þinn eigin lit á hurðarhandföngum frá Randi. 

 

Staðlaðir litir hjá Randi eru hinir klassísku; ryðfrítt stál, messing, kopar og svartur. Möguleikarnir á litum eru hins vegar óþrjótandi. Ástæðan er sú að alla hurðarhúna í ryðfríu stáli í Randi-Line ® Design seríunni er hægt að húða með PVD húð í lit að eigin vali. Þetta á einnig við um rósettur, hurðarpumpur, hurðarslár, lamir og láshús. PVD húðin er slitsterk og án eiturefna.

 

Skoðaðu úrvalið á honnunarlausnir.is

 

 

Fyrir nánari upplýsingar er hægt að hafa samband við söludeild í síma 550-8500, í gegnum tölvupóst soludeild@vv.is eða sendu okkur skilaboð í gegnum samfélagsmiðla.

Opnunartími söludeildar er mán-fim frá kl. 08-17 og fös frá kl. 08-15.

Segðu okkur hvað þér finnst
Filters
Sort
display