Hönnunarlausnir-Pebble by d line
 
Leit

Pebble by d line

Pebble by d line

d line design, leiðandi danskt vörumerki á sviði hönnunar, framleiðir vörur í samstarfi við virta hönnuði um allan heim. Það var lengi draumur hjá d line að fara í samstarf við arkitekt stofuna Bjarke Ingels Group (BIG), sem þekkt er fyrir nýstárlega, sjálfbæra og fagurfræðilega nálgun í allri sinni hönnun. d line voru viss um að útkoma samstarfsins yrði fáguð og tímalaus hönnun, sem varð heldur betur raunin.

 

 

Pebble línan frá d line Design er unnin í samstarfi við BIG, en sú lína inniheldur allt fyrir baðherbergið. Línan inniheldur meðal annars handklæðaslá, klósettrúlluhaldara, hillu í sturtuna, snaga, klósettbursta og margt fleira. Línan kemur í matt svörtu, hvítu og króm, og getur þú þar með fengið allt fyrir baðherbergið í stíl! Þú getur séð alla línuna með því að smella hér.

 

 

Smelltu hér til að skoða Pebble línuna.

Segðu okkur hvað þér finnst
Filters
Sort
display